Eyþór Árni sendur heim
– úr The Biggest Loser Ísland í síðustu viku
Reykjanesbúinn Eyþór Árni Úlfarsson var sendur heim í sjötta þætti The Biggest Loser Ísland sem sýndur var á SkjáEinum í síðustu viku. Þá endaði Eyþór í neðstu tveimur sætunum ásamt Þór Viðari Jónssyni og þurftu hinir keppendurnir að velja á milli hvor þeirra færi heim. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá brot úr þættinum í síðustu viku þegar Eyþór Árni er sendur heim og viðtal við Eyþór eftir að niðurstaðan lá fyrir.
Alls missti Eyþór 33,1 kg og 13,3% af upphaflegri líkamsþyngd sinni á þessum sex vikum sem hann dvaldi á Ásbrú. Hans verður sárt saknað úr sjónvarpsþáttunum en keppninni er þó hvergi nærri lokið hjá Eyþóri því allir keppendur eru enn í stífu prógrammi fyrir lokaþáttinn sem sýndur verður í byrjun apríl. Þá mæta allir keppendur aftur til leiks og eru mældir. Þá kemur í ljós heildarárangur keppenda. Við sendum Eyþóri baráttukveðjur í átakinu og hlökkum til að sjá árangurinn í apríl, segir í tilkynningu frá Skjá Einum.