Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Eyrún Ösp sigraði í Hljóðnemanum 2010
Laugardagur 13. febrúar 2010 kl. 17:31

Eyrún Ösp sigraði í Hljóðnemanum 2010



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Söngkeppni Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Hljóðneminn, var haldinn á sal skólans á miðvikudaginn síðasta. Sextán atriði voru í keppninni, sem þótti
glæsilegri en nokkru sinni fyrr, en troðfullt var út úr dyrum.Grindavíkurmærin Eyrún Ösp Ottósdóttir sigraði en hún söng lagið „Hear You Me“.


Kynnar kvöldsins voru þeir Bergur Ebbi og Dóri DNA og vöktu þeir mikla lukku, en í dómarahléi voru þeir einnig með uppistand. Búið var að breyta sal skólans í flottan tónleikasal með tilheyrandi ljósa-róbótum, reykvélum, drapperingum, hátölurum, rauðum dregli og risaskjá sem sýndi stemninguna í „græna herberginu“ þar sem keppendurnir voru.

Sem fyrr segir sigraði Grindavíkurmærin Eyrún Ösp Ottósdóttir en með henni var Bjarki Már Viðarsson á gítar og bakrödd. Þau sungu lagið Hear You Me með hljómsveitinni Jimmy Eat World og verða því fulltrúar Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Söngkeppni Framhaldsskólanna á Akureyri.


Í öðru sæti var Íris Einarsdóttir með lagið Never Say Never með hljómsveitinni The Fray. Með henni var Hildur Björk Pálsdóttir á fiðlu og hljómsveitin Segulbandið sem sá um undirspil á keppninni. Þriðja sætið hreppti Lára Björg en hún söng lagið Nutshell með Alice in Chains.



„Við erum hæstánægð með Hljóðnemann í ár. Þetta gekk allt eins og í sögu og viljum við í stjórninni þakka öllum þeim sem komu að umgjörð keppninnar. Hún hefur orðið glæsilegri með árunum og byggjum við auðvitað á reynslu og aðstoð fyrri stjórna. Án þeirra hefði keppnin ekki orðið eins glæsileg og raun bar vitni.” sagði formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Sigfús Jóhann Árnason.

Dómnefnd keppninnar skipuðu þau Védís Hervör Árnadóttir tónlistarkona, Baldur Guðmundsson frá Sparisjóðnum og Einar Bárðarson útvarpsmaður og
tónlistarmógúll. Daginn eftir var fagnað vel með dansleik í Top Of The Rock þar sem DJ Heiðar Austmann hélt uppi stuðinu.

Áhorfendur fylgdust spenntir með sextán þátttakendum.

Íris Einarsdóttir og Hildur Björk Pálsdóttir urðu í 2. sæti.

Stemmningin var mjög góð og mörg laganna voru góð. VF-myndir/pket.