Eygló opnaði sýningu í Suðsuðvestur
Myndlistakonan Eygló Harðardóttir opnaði sýningu sína, Spádómar og snilligáfa, í sýningarrými Suðsuðvesturs í Reykjanesbæ á laugardaginn.
Eygló er fædd í Reykjavík 1964. Hún útskrifaðist frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og lauk framhaldsnámi frá AKI - Akademie voor Beeldende Kunst en Industrie í Enschede, Hollandi árið 1990.
Í Suðsuðvestur setur Eygló saman sýningu með málverkum, ljósmyndum og myndbandi.
Suðsuðvestur er við Hafnargötu 22 í Keflavík, opið er frá 14:00 - 17:00 um helgar og 16:00 - 18:00 fimmtudaga og föstudaga.
Það er enginn aðgangseyrir og allir eru velkomnir.
VF-mynd/Þorgils: Eygló, fyrir miðju, ásamt sýningargestum
Eygló er fædd í Reykjavík 1964. Hún útskrifaðist frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og lauk framhaldsnámi frá AKI - Akademie voor Beeldende Kunst en Industrie í Enschede, Hollandi árið 1990.
Í Suðsuðvestur setur Eygló saman sýningu með málverkum, ljósmyndum og myndbandi.
Suðsuðvestur er við Hafnargötu 22 í Keflavík, opið er frá 14:00 - 17:00 um helgar og 16:00 - 18:00 fimmtudaga og föstudaga.
Það er enginn aðgangseyrir og allir eru velkomnir.
VF-mynd/Þorgils: Eygló, fyrir miðju, ásamt sýningargestum