Eyðibýli skrásett á Reykjanesinu
Hópur háskólanema hefur farið um landið undanfarin fjögur sumur til að mynda og safna upplýsingum um eyðibýli og önnur yfirgefin íbúðarhús í sveitum. Hópurinn fór nýlega um Reykjanesið og myndaði þar nokkur eyðibýli en að sögn Olgu Árnadóttur, annars verkefnisstjóra verkefnisins í sumar voru frekar fá eyðibýli á svæðinu. Flest voru þau á Vatnsleysuströnd og eru þar þrjú í röð sem standa á fallegum stað. Húsið sem er eflaust hvað þekktast er Sjónarhóll á Vatnsleysuströnd en jörðin var sýkt af miltisbrandi fyrir um 10 árum síðan þar sem þrjú hoss drápust. Húsið brann fyrir einhverju síðan og því ekki spennandi um að litast innandyra. Fleiri þekkt hús á svæðinu voru mynduð og má þar nefna burstabæinn á Hafurbjarnastöðum og Stóra-Hólm sem margir kannast við á Jóelnum, æfingagolfvellinum á Hólmsvelli í Leiru.
Stóri Hólmur í Garði.
Nýi bær Vatnsleysuströnd.
Hafurbjarnastaðir Sandgerði.