Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Explain Everything“ er krítartafla nútímakennarans
Föstudagur 28. október 2016 kl. 09:24

„Explain Everything“ er krítartafla nútímakennarans

-Anna gerir stuttar upptökur með appi til að aðstoða nemendur

Anna Albertsdóttir er fædd og uppalin í Keflavík en er nú búsett í Laugardalnum í Reykjavík. Hún starfar sem kennari hjá Keili á Ásbrú. Keilir notast við kennsluaðferð sem kallast vendinám þar sem fyrirlestrar og allt námsefni er að finna á netinu, svo Anna grúskar mikið í alls kyns öppum til að notast við í kennslunni. Hér eru fimm góð frá Önnu.

 

Dropbox: Ég nota dropbox mikið. Bæði fyrir öll skjöl og upptökur í vinnunni og myndir af syni mínum. Allt fer í Dropbox svo það týnist ekki þó ég flakki á milli tækja. Það er líka algjör snilld að geta hlaðið myndum þarna inn jafnóðum úr símanum mínum, það getur alltaf eitthvað komið fyrir og þá væri sárt að týna myndum sem manni er annt um.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Trello: Frábært app til að halda utan um skipulagið. Það er í mörg horn að líta þegar maður púslar saman vinnu og einkalífi. Það minnkar stressið að vera með góða lista yfir allt sem þarf að gera. 

 

Moodle: Keilir notast við Moodle kennsluvefinn til að koma kennsluefni til nemenda. Öll gögn milli kennara og nemenda fara í gegnum Moodle. Það er mjög þægilegt að geta kíkt í appið til að kanna stöðuna og klára einhver aðkallandi verkefni.  
 

Veður: Veður appið. Mér var bent á þetta app um daginn og það á eftir að koma sér vel í komandi haustlægðum og vetrarófærð. Ég keyri frá Reykjavík í vinnuna og appið sendir tilkynningar ef mikið óveður og ófærð er í ákveðnum radíus í kringum mig. Maður leggur ekki í brautina í brjáluðu veðri.  
 

Explain Everything: Í Explain Everyting geri ég oft upptökur fyrir nemendur. Appið er einstaklega einfalt í notkun, með „krítartöflu“ og upptöku á skjá og hljóði svo það er auðvelt að gera stuttar upptökur til að aðstoða nemendur og henda út á netið. Það er einnig hægt að taka skjáskot af skjölum og skrifa inn á, til dæmis PowerPoint glærur.