Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ertu hollvinur?
Skráning í félagið fer fram á heimasíðu skólans.
Fimmtudagur 18. maí 2017 kl. 10:12

Ertu hollvinur?

Sveitarfélögin á Suðurnesjum tóku höndum saman um stofnun Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) árið 1976. Með tilkomu skólans var brotið blað í sögu menntamála hér á svæðinu sem hafði það í för með sér að mun fleiri fóru í framhaldsnám. Á síðasta ári fagnaði skólinn 40 ára afmæli sínu og við þau tímamót var Hollvinafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja stofnað til að styðja og styrkja starfsemi skólans. HFS var stofnað þann 24. september 2016 og hélt sinn fyrsta aðalfund í nóvember sama ár. Nú er næsta verkefni að allir velunnarar skólans skrái sig í félagið á heimsíðu Fjölbrautaskóla Suðurnesja svo að það geti náð markmiðum sínum og tilgangi.

Tilgangur félagsins er:
● Að styðja við uppbyggingu skólans og efla hag hans.
● Að efla og viðhalda tengslum félaga í HFS við skólann.
● Að efla tengsl skólans við atvinnulíf og samfélag og að efla samfélagslega ábyrgð.
● Að efla tengsl milli nemenda, fyrrverandi nemenda og annarra sem bera hag skólans fyrir brjósti.
● Að miðla upplýsingum um starfsemi skólans og félagsins til félagsmanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Félagið hyggst ná tilgangi sínum á eftirfarandi hátt:
● Með því að efla og viðhalda tengslum fyrri nemenda FS og félagsmanna HFS við skólann.
● Með því að fjalla á jákvæðan og uppbyggilegan hátt um starfsemi FS.
● Með því að afla fjár til stuðnings skólastarfi FS.
● Með því að hafa frumkvæði og taka þátt í einstökum verkefnum sem til heilla horfa fyrir skólastarfið.
● Með því að sinna öðrum málefnum og starfsemi skólans, í samráði við stjórnendur skólans, eftir því sem stjórn HFS og aðalfundur ákveða.
● Með því að halda uppi annarri starfsemi er stjórn félagsins og aðalfundur ákveða.

Við viljum hvetja ykkur fyrrverandi nemendur, velunnara skólans og áhugafólk um skólamál að gerast félagar í Hollvinafélagi Fjölbrautaskóla Suðurnesja og styðja við skólann okkar. Skráning í félagið fer fram á heimasíðu Fjölbrautaskóla Suðurnesja www.fss.is 

Árgjald í félaginu er 2.000.- krónur.
HFS er á fésbókinni undir nafninu Hollvinir Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Netfang HFS er [email protected]

Með bestu kveðju,
Stjórn Hollvinafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Sveindís Valdimarsdóttir
Jóhann Friðrik Friðriksson
Þráinn Guðbjörnsson
Jóhanna Helgadóttir
Bergný Jóna Sævarsdóttir
Guðrún Hákonardóttir
Svava Pétursdóttir