Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ertu ekki að grínast?
Hrafnhildur Arna með símann góða sem Björn Björnsson, starfsmaður á skrifstofu Nettó afhenti henni.
Föstudagur 30. desember 2016 kl. 07:00

Ertu ekki að grínast?

-sagði Hrafnhildur Arna Arnardóttir sem fékk Iphone 7 á aðfangadag í Jólalukku VF

„Ertu ekki að grínast. Ég trúi þessu ekki. Mig vantar einmitt síma því minn er að gefa upp öndina. Þetta gat ekki komið á betri tíma,“ segir Hrafnhildur Arna Arnardóttir, starfsmaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum en hún fékk fjórða Iphone 7 símann sem dreginn var út úr sneisafullum Jólalukku-kassanum í Nettó á aðfangadag.

Hrafnhildur flutti frá Akureyri til Reykjanesbæjar fyrir sex árum síðan. Hún segist hafa fylgst vel með Jólalukkunni og hugsað sinn gang þegar hún fór að gera jólainnkaupin í desember. „Það er ekkert launungarmál að það  hafði áhrif hvert ég fór að vita af möguleikanum að geta unnið, þetta er mikið magn af vinningum. Maður gerir sér alltaf vonir þó svo maður geri ekki ráð fyrir því að vinna. Þetta var svo yndislegt. Ég er í skýjunum. Þessi nýi Iphone er geggjaður,“ sagði Hrafnhildur með bros á vör.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024