Ert þú í árgangi 1952? Þá á þessi frétt erindi við þig
Það er að verða nokkur hefð fyrir því að árgangar komi saman í tengslum við Ljósanótt, en á þeim tímamótum eru margir brottfluttir sem koma og heimsækja gamla bæinn sinn. Þær sem standa fyrir þessu hafa auglýst á facebook brunch fyrir hópinn og maka á Flughótel kl. 11:30 laugardaginn 1. september n.k. Áætlað er að fara síðan saman í árgangagönguna og setja svip sinn á hana, enda stór áfangi hjá þessum árgangi á árinu 2012. Forsvarsmenn settu sig í samband við blaðið og báðu um hjálp við að ná til þeirra sem ekki eru á facebook.
Frekari upplýsingar fáið þið hjá Hjördísi s: 862 5299