Ert þú bloggari?
Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja leitar að bloggurum sem vilja leggja sitt af mörkum til að segja frá jákvæðum hliðum samfélagsins og fjölbreyttum verkefnum þeirra sem þar búa.
Bloggið getur fjallað um hvaða málefni sem er, einu kröfurnar eru að það sé lifandi og efli jákvæðan anda á svæðinu. Einnig er hægt að miðla efni af flestum samfélagsmiðlum s.s. tumblr, blogspot, youtube, vimeo, flickr og facebook.
Verkefnið er liður í ímyndarátaki fyrir svæðið og geta áhugasamir haft samband á netfangið [email protected]