Erlingur Jónsson hlaut Lundann
Erlingur Jónsson hlaut í gær Lundann, sem nú var veittur í sjötta sinn. Lundinn er veittur árlega á Lundakvöldi Kiwanisklúbbsins Keilis til þeirra einstaklinga sem að mati nefndar hafa látið gott af sér leiða og/eða unnið óeigingjarnt starf í þágu bæjarbúa og/eða bæjarfélagsins Reykjanesbæjar.
Erlingur Jónsson hefur látið mikið til sín taka í forvarnarstarfi í Reykjanesbæ og hefur ritað ófáar greinar um skaðsemi eiturlyfja. Erlingur var hugmyndasmiðurinn að baki forvarnarverkefninu Lundur, sem nýlega tók til starfa og er göngudeildarþjónusta fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðstandendur þeirra. Starfsemi Lundar er í 88 húsinu.
Lundinn var fyrst afhendur árið 2002 og þá hlutu hann þeir Vilhjálmur Þorleifsson og Óskar Ívarsson, starfsmenn áhaldahúss Reykjanesbæjar, en þeir félagar höfðu unnið í áratugi við að fegra bæinn. Aðrir sem hafa hlotið Lundann eru sr. Ólafur Oddur Jónsson, Tómas Knútsson, Steinþór Jónsson, og sr. Sigfús B. Ingvason.
Mynd/Þorgils: Erlingur Jónsson með Lundann. Erlingur hefur unnið ötullega að fornvararmálum og er vel að þessum heiðri kominn.
Erlingur Jónsson hefur látið mikið til sín taka í forvarnarstarfi í Reykjanesbæ og hefur ritað ófáar greinar um skaðsemi eiturlyfja. Erlingur var hugmyndasmiðurinn að baki forvarnarverkefninu Lundur, sem nýlega tók til starfa og er göngudeildarþjónusta fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðstandendur þeirra. Starfsemi Lundar er í 88 húsinu.
Lundinn var fyrst afhendur árið 2002 og þá hlutu hann þeir Vilhjálmur Þorleifsson og Óskar Ívarsson, starfsmenn áhaldahúss Reykjanesbæjar, en þeir félagar höfðu unnið í áratugi við að fegra bæinn. Aðrir sem hafa hlotið Lundann eru sr. Ólafur Oddur Jónsson, Tómas Knútsson, Steinþór Jónsson, og sr. Sigfús B. Ingvason.
Mynd/Þorgils: Erlingur Jónsson með Lundann. Erlingur hefur unnið ötullega að fornvararmálum og er vel að þessum heiðri kominn.