Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Erlingskvöld í Duushúsum á fimmtudagskvöldið
Þriðjudagur 24. mars 2009 kl. 08:27

Erlingskvöld í Duushúsum á fimmtudagskvöldið


Hið árlega Erlingskvöld, menningarkvöld helgað Erlingi Jónssyni listamanni, fer fram í Listasal Duushúsa næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 20:00.

Þema Erlingskvöldsins í ár er þjóðsögur. Baldur Hafstað prófessor við HÍ mun fjalla um þjóðsögur, Christine Carr les þjóðsögur af Reykjanesi og Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Geirþrúður Bogadóttir flytja þjóðlög. Við þetta tækifæri verður opnaður nýr vefur um Erling Jónsson og listaverk hans.

Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurnesja en að henni standa Bókasafn Reykjanesbæjar, Bókasafn Grindavíkur, Áhugahópur um Listasafn Erlings Jónssonar, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og menningarfulltrúi Reykjanesbæjar.
---
VFmynd/elg – Erlingur Jónsson á spjalli við gesti í Listasafni Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024