Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Erlingskvöld: Dagskrá tileinkuð pólskri menningu
Mánudagur 17. mars 2008 kl. 18:02

Erlingskvöld: Dagskrá tileinkuð pólskri menningu

Hið árlega Erlingskvöld Bókasafns Reykjanesbæjar, til heiðurs Erlingi Jónssyni, listamanni verður haldið fimmtudagskvöldið 27. mars n.k. Dagskráin fer fram í Bíósal Duus-húsa og hefst kl. 20.00.

Erlingur Jónsson hefur fært Bókasafni Reykjanesbæjar tvö listaverk að gjöf, bronslágmyndir af Halldóri Laxness og Matthíasi Johannessen. Þá færði áhugahópur um Listasafni ErlingsJónssonar safninu Laxness-fjöðrina árið 2002, en afsteypunni var fundin staður framan við húsnæði Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum (áður Barnaskólinn í Keflavík).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árið 2002 var ákveðið að bókasafnið skyldi standa fyrir árlegu Erlingskvöldi á eða nálægt fæðingardegi listamannsins, sem er 30. mars og er þetta í sjötta sinn sem það er haldið.

Dagskráin í ár er tileinkuð pólskri menningu. Kristbjörg Kjeld, leikkona, les pólsk ljóð sem þýdd hafa verið á íslensku, kennarar og nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytja pólska tónlist og þær Helga Ólafs og Sólveig Jónsdóttir frá Alþjóðahúsi flytja erindi um mikilvægi menningar í fjölþjóðasamfélögum. Að vanda verður svo kynnt eitt af verkum Erlings, fyrir valinu í ár er listaverkið "Fuglinn Föniks".

Að Erlingskvöldi í ár standa Áhugahópur um Listasafn Erlings Jónssonar, Bókasafn Reykjanesbæjar, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og Miðstöð símenntunar á Suðurnejsum.