Mannlíf

Erlingskvöld á Bókasafni Reykjanesbæjar
Fimmtudagur 22. mars 2018 kl. 07:00

Erlingskvöld á Bókasafni Reykjanesbæjar

Erlingskvöld verður fimmtudagskvöldið 22. mars og hefst dagskráin klukkan 20:00 í Bókasafni Reykjanesbæjar. Erlingskvöld er haldið til heiðurs fyrrum bæjarlistamanni Keflavíkur, Erlingi Jónssyni.
Þrír rithöfundar lesa úr verkum sínum; Bubbi Morthens, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Kristín Steinsdóttir.

Feðginin Jana og Guðmundur flytja nokkur lög í upphafi kvölds.
Boðið verður upp á kaffi og konfekt og eru allir hjartanlega velkomnir. Húsið opnar klukkan 19:45.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Erlingskvöld er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

Bubbi Morthens les úr ljóðabókum sínum; Hreistur og Öskraðu gat á myrkrið.
Kristín Helga Gunnarsdóttir les úr nýjustu bók sinni Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels en Kristín Helga hlaut Fjöruverðlaunin fyrir bókina og var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Kristín Steinsdóttir les úr nýjustu bók sinni Ekki vera sár sem kom út fyrir jólin 2017. Kristín hefur skrifað á fjórða tug bóka og hafa skáldsögur hennar hlotið mikið lof hér heima og erlendis.

Feðginin Jana og Guðmundur hafa spilað saman frá því Jana var unglingur. Héldu þau m.a. afmælistónleika í Hljómahöll í haust ásamt hljómsveit þar sem þau fluttu allt frumsamið efni eftir Guðmund Hreinsson.