Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Erlendir nemendur í Víkingaheimum
Þriðjudagur 13. nóvember 2012 kl. 10:35

Erlendir nemendur í Víkingaheimum

Í haust hafa lagt leið sína í Víkingaheima erlendir nemendahópar sem hér eru staddir í jarðfræðinámsferðum á vegum skólanna sinna. Nýr áfangastaður á leið þeirra um landið eru Víkingaheimar þar sem nemendurnir, sem eru á aldrinum 13-18 ára, fræðast m.a. um ferðir víkinga, norræna goðafræði og fornleifauppgröft. Frá þessu er greint á vefsíðu Reykjanesbæjar.

Nemendurnir glíma við sérstök skólaverkefni sem útbúin hafa verið í tilefni þessara heimsókna og yfirgefa Víkingaheima því nokkuð upplýstari um norræna arfleið en þegar þeir komu. Vonir standa til að framhald verði á þessum heimsóknum næsta vetur en undanfarin ár hafa um 2.000 erlendir nemendur sótt landið heim í fyrrgreindum tilgangi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samhliða þessu er nú unnið að nemendaverkefnum fyrir íslensk skólabörn sem brátt verða tekin í gagnið og verða kynnt skólunum þegar þau verða tilbúin. Í þessu samhengi er vert að geta þess að skólahópar hafa ókeypis aðgang að safninu og þar eru nú 5 sýningar í gangi; Víkingaskipið Íslendingur, Víkingar Norður-Atlantshafsins – sýning um siglingar og landnám norrænna manna, Örlög guðanna – hljóðleiðsögn um norræna goðafræði, Landnám á Íslandi – merkar fornleifar á Suðurnesjum og Söguslóðir á Íslandi.