Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Erla sýnir í Saltfisksetrinu
Föstudagur 23. mars 2007 kl. 17:31

Erla sýnir í Saltfisksetrinu

Erla Sigurðardóttir opnar málverkasýningu í Listasal Saltfisksetursins, á morgun, laugardaginn 24. mars. Sýningin stendur til 9. apríl.

Erla er fædd árið 1939 á Akranesi og útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1988. Sumarið 1991 nam hún í listaskóla í Trier.

Frá útskrift úr MHÍ hefur hún starfað við myndlist og hefur sýnt víða um land sem og í Svíþjóð. frá árinu 1991 hefur hún myndskreytt fjölda barnabóka og hún starfar einnig sem kennari við Myndlistaskóla Kópavogs.

Erla hefur hlotið margar viðurkenningar bæði innanlands og utan.

Árið 2001 var hún ein af fjórum listamönnum Kópavogs.

Vinnustofa Erlu er Gallerí Klettur.

Opið er í Saltfisksetrinu alla daga frá 11 til 18.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024