Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Erfitt að slíta sig frá körfunni
Tiger kingdom í Tælandi.
Mánudagur 22. desember 2014 kl. 15:00

Erfitt að slíta sig frá körfunni

Bryndís Guðmunds komin heim úr heimsreisu

Körfuknattleikskonan Bryndís Guðmundsdóttir ákvað að láta langþráðan draum rætast og skellti sér í heimsreisu með kærastanum sínum. Hún hefur fyrir vikið misst af fyrri hluta tímabilsins í körfuboltanum en Keflvíkingar eru sem stendur í öðru sæti deildarinnar án miðherjans sterka. Hún segist hafa saknað körfuboltans en ferðalagið hafi þó verið draumi líkast.

„Mig hefur alltaf dreymt um að fara í svona ferð en aldrei tekið ákvörðunina um að fara. Það hefur alltaf verið erfitt að slíta sig frá körfunni en mér fannst ég núna verða að ákveða hvort ég ætlaði að fara í þessa ferð eða sleppa henni fyrir fullt og allt. Ég er mjög glöð að hafa farið í þetta ferðalag enda hefur þetta verið algjör draumur,“ segir Bryndís. Hún segist hafa saknað körfuboltans mjög mikið en hún hlakki til að koma heim og byrja að æfa og spila með stelpunum. „Ég er búin að fylgjast vel með þeim og þær eru að standa sig mjög vel, þannig vonandi heldur það áfram þegar ég kem til baka,“ segir Bryndís sem lendir á Íslandi á morgun á Þorláksmessu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bryndís og Róbert kærasti hennar eru búin að fara víða um hnöttinn undanfarna þrjá mánuði. „Við fórum frá Íslandi til Dubai. Þaðan fórum við svo til Indónesíu og þræddum hana, fórum þar í tveggja vikna ferð með leiðsögumanni sem var mjög skemmtilegt. Næst var það Singapore og Malasía. Eftir það skelltum við okkur til Tælands, Kambódíu, Víetnam og Laos en einmitt á þessum stöðum fórum við meðal annars í mánaðarferð með leiðsögumanni. Síðan tók við Ástralía, Nýja Sjáland og Fiji. Enduðum svo ferðina okkar á Los Angeles og New York,“ segir Bryndís.

Bryndís hefur upplifað ýmislegt á ferðalaginu. „Það var ekkert smá gaman að hafa upplifað það að fara til allra þessara landa og líka loksins að geta heimsótt bróðir mömmu sem býr á Nýja-Sjálandi. Að fá að sjá og fara inn í Burj Khalifa var geggjað. Indónesía eins og hún leggur sig, staðir á borð við Yogykarta, Mount Bromo og Bali standa þar upp úr. Það að fá að prófa að „surfa“ var yndislegt en gekk ekkert svakalega vel, þar sem það er mjög erfitt að standa á þessu blessaða bretti. Köfunarskólinn á Koh Tao var líka frábær og ekkert smá mikil upplifun að kafa og sjá alla fiskana og lífið neðan sjávar. Angor Wat í Cambódíu; Halong Bay í Vietnam; Kajak ferðin okkar í Vang Vieng. Fíladagurinn í Luang Prabang var æðislegur, fengum að gefa þeim að borða, fara á fílsbak og svo að baða þá í ánni, það var algjör snilld. Tiger Kingdom í Luang Prabang er samt það besta í allri ferðinni, að fá að umgangast öll þessi tígrisdýr, allt frá nýfæddum í fullvaxin var það besta. En síðast en ekki síst er það svo borg englanna, hún er ekkert smá skemmtileg og er ég alveg viss um að ég á eftir að koma hingað seinna með góðum vinum,“ sagði Bryndís að lokum.

Skötuhjúin á kajak í Halong Bay.