Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Erfitt að segja nei
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
laugardaginn 12. febrúar 2022 kl. 08:14

Erfitt að segja nei

FS-ingur vikunnar: Emilía Ósk Hjaltadóttir

Emilía Ósk Hjaltadóttir er sautján ára gömul. Hún stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, æfir körfubolta með Njarðvík og vinnur hjá Grjótgörðum við ræstingar.

Á hvaða braut ertu?
Ég er á íþrótta- og lýðheilsubraut.

Hver er helsti kosturinn við FS?
Myndi segja að það væri að kynnast nýju fólki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Ég segi að það sé Helena Rafnsdóttir sem á eftir að gera góða hluti í körfuboltanum

Skemmtilegasta sagan úr FS:
Ég á enga skemmtilega sögu sem ég man eftir en besta minningin er örugglega fyrsta busaballið. 

Hver er fyndnastur í skólanum?
Guðrún Lilja.

Hver eru áhugamálin þín?
Mér finnst körfubolti skemmtilegur og að fara í ræktina.

Hvað hræðistu mest?
Köngulær.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Það er bara misjafnt eftir því hvernig stuði ég er í.

Hver er þinn helsti kostur?
Ég er stundvís og skipulögð.

Hver er þinn helsti galli?
Ég á erfitt með að segja nei við fólk.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Snapchat, TikTok og Spotify.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Kurteisi og stundvísi.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Eignast hús og bíl og vera í góðri vinnu.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?
Einföld.