Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Erfitt að draga í blautum snjó
Mánudagur 29. desember 2003 kl. 12:35

Erfitt að draga í blautum snjó

Það var erfitt fyrir Sólnýju Sif Jónsdóttur að draga vinkonu sína Karlottu Björg Hjaltadóttur á snjóþotu í hádeginu í dag, en vinkonurnar voru ánægðar með að snjór væri kominn. „Við viljum bara að það snjói meira og að það verði snjór í allan vetur,“ sögðu þær á leið á fótboltavöllinn. Vinkonurnar vildu að það kæmi fram að þær skiptast á að draga hvor aðra á þotunni.

VF-ljósmynd/JKK: Sólný og Karlotta í snjónum í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024