Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Er þín Instagram mynd meðal þeirra bestu?
Nína Rut setti inn þessa mynd af afa sínum á sjó.
Þriðjudagur 23. júlí 2013 kl. 10:14

Er þín Instagram mynd meðal þeirra bestu?

Þessar myndir gætu birst í Víkurfréttum á fimmtudaginn

Það voru fjölbreyttar myndirnar sem Suðurnesjamenn settu inn á Instagram og merktu þær #vikurfrettir síðastliðnar tvær vikur. Þrátt fyrir að veðurguðirnir væru ekki mjög sanngjarnir, virtist fólk vera úti í náttúrunni sem oftast veitir hvað mestan innblásturinn fyrir myndatökur. 

Sigurmyndin ásamt tveimur öðrum munu birtast í Víkurfréttum á fimmtudaginn. Myndirnar hér að neðan eru komnar í undarúrslit sem og myndirnar sem birtust í síðustu viku hér: Nebbast við tröllkarl í hrauninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjaðrirnar á fuglinum fella inn í felulitina á flíkinni.

Ágúst setti inn þessa mynd í tilefni þess að hann var á leið á Evrópumót í Taekwondo.

Þegar sólin fer á loft, takast krakkarnir einnig á loft.

Ættarmótsgestir yljuðu sér við varðeld og Berta tók mynd.

Bæjarvinnan reytir arfa í blómabeðum bæjarins.

Jakob Frímann var við tökur í upptökuverinu Geimsteini á dögunum.

Ingibjörg Ýr setti inn þessa mynd en fyrri myndin sýnir veðrið á Reykjanesbrautinni þegar keyrt var til Reykjavíkur en seinni myndin sýnir hvernig um var að litast á Suðurnesjunum þegar keyrt var til baka.