Er lítill listamaður á þínu heimili?
Rauðhetta leitar að ungum snillingum til að taka þátt í skemmtilegum leik. Hún óskar eftir myndum af sér sem krakkarnir eiga að teikna og skreyta hver eftir sínu höfði.
Til að taka þátt þarf aðeins að teikna mynd og deila henni á facebooksíðu Leikfélags Keflavíkur www.facebook.com/LeikfelagKeflavikur
Dregið verður úr innsendum myndum föstudaginn 6. nóvember og sigurvegarinn fær miða á sýninguna fyrir alla fjölskylduna.
Auk þess munu allar myndirnar prýða veggi Frumleikhússins á meðan sýningum stendur.