ER KLÁMIÐNAÐURINN ÞESS VIRÐI?
Gleðilegt klámár er kveðjan enn einu sinni frá mörgum fyrirtækjum þessa lands. Það þykir orðið sjálfsagður hlutur að auglýsa allt milli himins og jarðar með klámmyndum og illa hægt að sjá hvaða dagur er nema á milli kvenmannsbrjósta eða svo jafnréttis sé gætt, janúar febrúar marz með kvenlegum karlmannskroppi í bakgrunn. Í dag er markaðsetnig kláms falin bak við orðið “ERÓTÍK” Það er svo mikill dónaskapur að tala um klám. Og alltaf eykst þjónustan, nú auglýsir maður nokkur að hann taki að sér veita eiginkonum manna “tilbreytingu “ og erótískt nudd, já hér í Keflavík, Fyrir svona tuttugu árum eða svo hefðu menn tekið sig saman leitað uppi dónann og hýtt hann opinberlega. Í dag finnst mönnum þetta fyndið þ.e. þangað til þeir finna dónann í sínu eigin rúmi.Annað sem mig langar að vekja athygli á er Barnaklám eða klám fyrir börn. Flestir fyllast reiði þegar barnaníðingar eru uppgötvaðir, en sama fólk virðist undarlega afskiptalaust með það sem borið er á borð fyrir börn þeirra í sjónvarpi eða blöðum. Ég spyr, hvort er skaðlegra að nota börn í klámiðnað, eða stöðuglega hella klámi inn í börn?Það virðast fáir gera sér grein fyrir samhenginu milli siðleysis og lögleysis. “ Allt klám,” er til þess eins að fæða girndina. Þegar girndin síðan er fullþroskuð fæðir hún af sér synd. Ein synd leiðir til annarar t.d. ótímabært kynlíf leiðir oft til fóstureyðingar, klámandinn fæðir einnig af sér nauðganir, sifjaspell, barnamisnotkun, eiturlyjaneyslu o.s.frv.Það er engin tilviljun að slóð fyrsta nektarstaðarins í Reykjavík er blóði drifin, það einfaldlega fylgir klámbransanum. Hversu mörgum börnum hefur verið rænt, hversu mörgum börnum fórnað á altari þessa blóðþyrsta Guðs. Af hverju viljum við Íslendingar tilbiðja þennan Guð? Vei þeim sem vogar sér á móti að mæla, hann er fljótt hafður að skotspæni klámpostulanna, ásakaður um gamaldags hugsunarhátt, Dónaskapur er jú “nútímadyggð” segja þeir og eru stoltir af. Með því að hengja upp klámmyndir, selja klámblöð, útbreiða klám, ert þú í raun að segja þitt já við siðleysi og lögleysi. Þú ert einnig að segja að þér sé nákvæmlega sama um andlega velferð komandi kynslóðar.Er það heilbrigt að ekki sé hægt að horfa á sjónvarp, fara út í búð, opna dagblað, aka um götur bæjarins án þess að vera áreittur með klámi eða dónaskap. Hve langt er þess að bíða að menn vilji sína okkur listrænt gildi þess, „að gera þarfir sínar“?Ég er ekki endilega að tala um boð og bönn heldur að fólk hafi sínar þarfir fyrir sig, ef einhverjir eru í þessari miklu þörf fyrir klám og aðrar dónavörur, höfum dónaskapinn þá í þar til gerðum verslunum, sem heilbrigt fólk þarf ekki að fara inn í.Ég leyfi mér samt að spyrja, er klámiðnaðurinn þess virði?Hefur hann leitt eitthvað gott af sér? Nei, og því miður erum við þegar byrjuð að sjá ávöxtin í afbrigðilegri hegðun bæði barna og unglinga. Kæru vinir, hreinsum til í kringum okkur og leyfum börnum okkar að alast upp í ómenguðu umhverfi.Tilbiðjum heldur þann Guð sem allt hefur skapað og gefur lífinu gildi.Kristinn Ásgrímsson