Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 19. febrúar 1999 kl. 18:53

ER KANNSKI LAUSNIN AÐ NÁ SÉR Í MAKA?

Málefni fólks sem eru einstæðingar hafa alveg týnst í þessu samfélagi hvað varðar fjármálaaðstoð vegna náms, styrki til náms eða jafnvel einhvern heimilis- eða framfærslustyrk. Þá sérstaklega til þeirra sem reka heimili og jafnvel bíl, og er sá kosnaður jafnan sá sami og hjá öðru sambúðarfólki, hjónafólki og einstæðum foreldrum. Munurinn er sá að sambúðar -og hjónafólk fá einhverjar aukagreiðslur í viðbót við sín venjulega laun, eins fá einstæðir foreldrar aukagreiðslur og börn þeirra ganga fyrir í leikskóla. Aðrar greiðslur kann ég ekki almennilega að fara með en þetta vita allir og hingað til höfum við þagað og sætt okkur við það sem við höfum haft. Það er ástæða fyrir því að ég skrifa þessa grein. Ég upplifði alveg ofsalega skrítna og erfiða reynslu fyrir um tveimur mánuðum, þegar ég stóð frammi fyrir einni erfiðustu og grimmustu ákvörðun lífs míns. Ég var í góðri vinnu á yndislegum vinnustað þar sem mér leið mjög vel og fann mig sérstaklega örugga og sterka. En launin buðu ekki upp á mikið og þegar ég fór að fá áhuga á að mennta mig vandaðist málið. Ég vildi fara í öldungadeild í F.S. og einnig langaði mig í tónlistarskóla til að læra söng. Þetta er búin að vera langþráður draumur en ég sá aldrei fram á að það myndi ganga. Í haust sló ég samt til og skráði mig í F.S. og einnig langaði mig í tónlistarskóla til að læra söng. Þetta er búin að vera langþráður draumur en ég sá aldrei fram á að það myndi ganga. Í haust sló ég samt til og skráði mig í F.S. í tvö fög sem kostaði 16.000.- auk bókakostnaðar. Reyndar ef ég næ prófi þá borgar Verkalýsfélagið helminginn en þá er eftir allt það álag sem kemur á undan við það að sinna heimanámi og vinna aukavinnu á kvöldin. Eins og kemur fram að ofan var ég að vinna á yndislegum vinnustað sem er leikskóli hér í Reykjanesbæ þegar ákvörðunin um að skipta um vinnu var óhjákvæmileg vegna launanna. Mér bauðst vinna við mötuneyti þar sem launin eru um 20.000. kr meiri við miklu ábyrgðarminna starf og minna álag. Leikskólinn er í mínum huga einn nauðsynlegasti og uppbyggilegasti vinnustaður sem til er. Við byrjum flest okkar þroskaskeið og undirbúning fyrir framtíðina í leikskólanum. Já og svona þökkum við fyrir okkur með því að hafa launin nógu lág svo það verði sem mestar mannabreytingar innan skólans sem koma að sjálfsögðu mest niður á börnunum, eða hvað ? Eru börnin okkar ekki ávextir lífsins og það dýrmætasta sem við eigum ?? Þegar ég byrjaði að vinna í leikskólanum var ég í sæmilegu jafnvægi sálarlega og líkamlega en í dag einu og hálfu ári seinna er ég í fullkomnu jafnvægi. Og það vil ég þakka leikskólastarfinu í heild sinni, því þar fann ég barnið í sjálfri mér og því var þessi ákvörðun mér mjög erfið. Ég er byrjuð að vinna í mötuneytinu frá fimm á morgnana til kl.14. og vegna áhuga míns vann ég tímabundið á leikskólanum frá kl.14.15 til kl.17.15. auk þess að fara í kvöldskóla, söngskólann og vinna stundum aukavinnu á kvöldin. Allt vegna áhugans og þess umhverfis sem leikskólinn býður upp á. En þetta gekk ekki lengi og núna er ég hætt að vinna á leikskólanum. Ég get að sjálfsögðu alltaf verið leiðbeinandi með engin réttindi en þá spyr maður sjálfan sig, „Hvað vil ég með líf mitt”. Ég verð að geta framfleytt mér, bílnum, húsnæðinu, skólagjöldunum, en alls ekki á lágum leikskólalaunum. Ég skrifa þessa grein í þeirri von að þeir sem eitthvað hafa með þessi mál að gera taki þessi skrif mín til sín og finni lausn fyrir okkur einstæðingana. Er lausnin kannski að ná sér í maka?? Við verðum að eiga einhverja von um góða framtíð án þess að þurfa að misbjóða sál og líkama með vinnuálagi og námsálagi í ofanálag. Ein sem saknar leikskólalífsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024