Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Er jólaundirbúningurinn á fullu? Taktu myndir!
Föstudagur 6. desember 2013 kl. 10:23

Er jólaundirbúningurinn á fullu? Taktu myndir!

Nú eru aðeins 2 blöð til jóla hjá Víkurfréttum og af því að jólin eru að koma þá erum við í jólaskapi og fjölgum síðum í blaðinu. Ljósmyndarar og blaðamenn geta hins vegar ekki verið út um allt og því hverjum við fólk sem stendur í jólaundirbúningi, t.d. í jólaföndri í skólum eða laufabrauðgerð með vinnufélögum að taka myndir og senda til okkar ásamt upplýsingum um viðburðinn. Blaðamenn VF verða svo í sambandi.

Við segjum því upp með myndavélina og smellið myndum af jólagleðinni í ykkar umhverfi og sendið myndir á [email protected].

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024