Er jólabakstur, föndurgerð eða eitthvað annað?
Það er ýmislegt um að vera nú á aðventunni á Suðurnesjum sem á erindi í Víkurfréttir. Við hjá Víkurfréttum viljum endilega fá að vita af öllum viðburðum og öðru sem gæti verið uppspretta að skemmtilegu efni í blaðið okkar eða á vef.
Eru vinahópar að koma saman að föndra, hvar er laufabrauðsbakstur eða eitthvað annað jólalegt og skemmtilegt í gangi?
Vitið þið um fólk sem er að setja upp myndarlegt „jólaþorp“ heima hjá sér eða tekur jólaskreytingar alla leið?
Endilega sendið okkur ábendingar á póstfangið [email protected] eða hringið í síma fréttadeildar, 421 0002.