Mannlíf

Er frekar vanaföst um þessa helgi
Laugardagur 4. ágúst 2018 kl. 06:00

Er frekar vanaföst um þessa helgi

- Verslunarmannahelgarspurningar Víkurfrétta

Helena Bjarndís Bjarnadóttir

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ætli við fjölskyldan kíkjum ekki aðeins upp í Múlakot á flughátíðina sem þar fer fram.

Ertu vanaföst/fastur um verslunarmannahelgina eða breytir þú reglulega til?

Frekar vanaföst myndi ég segja.

Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin til þessa? Af hverju?

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2009. Ég upplifði þjóðhátíð í fyrsta skipti, vorum í viku í eyjum í bongó blíðu og brekkusöngurinn á sunnudagskvöldinu toppaði einhvern vegin tilveruna.

Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um verslunarmannahelgina?

Fjölskyldan, góður félagsskapur og réttur búnaður eftir veðri. Svo skemmir að sjálfsögðu ekki ef veðrið er gott.

Hvað ertu búin að gera í sumar?

Ég er búin að vera að vinna og þess á milli að njóta stundanna með fjölskyldunni.

Hvað er planið eftir sumarið?

Fara í sumarfrí og lengja sumarið með utanlandsferð. Annars mun lífið bara ganga sinn vanagang, börnin í skólanum og við hjónin í vinnu.