Er Fjóla á leið í bæjarstjórn?
Skessan Fjóla var í fullu fjöri í fimleikahúsinu í Reykjanesbæ í morgun þar sem fram fór dagskrá á degi fjölskyldunnar. Fjóla er mikil vinkona Skessunnar sem býr við smábátahöfnina í Gróf en einnig mikil vinur barnanna í Reykjanesbæ og var að skemmta þeim í morgun á meðan foreldrarnir hlustuðu á fyrirlestra í tilefni dagsins.
Fjóla gæti einnig verið á leiðinni í bæjarstjórn Reykjanesbæjar ef hún kemst ofarlega á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Konan í hlutverki Fjólu er nefnilega Guðný Kristjánsdóttir sem sækist eftir 2. til 3. sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson