Mannlíf

Er ekki vanaföst um verslunarmannhelgina
Föstudagur 3. ágúst 2018 kl. 06:00

Er ekki vanaföst um verslunarmannhelgina

- Verslunarmannahelgarspurningar Víkurfrétta

Helga Dís Jakobsdóttir

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Ég ætla á Þjóðhátíð í Vestamanneyjum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ertu vanaföst/fastur um verslunarmannahelgina eða breytir þú reglulega til?
Ég er alls ekki vanaföst varðandi þessa helgi. Í fyrra var ég á Vestfjörðum og einnig hef ég verið erlendis, verið að vinna, á þjóðhátíð eða úti á landi.

Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin til þessa? Af hverju?
Ætli það hafi ekki verið þjóðhátíð 2012 en þá fórum við svo mörg úr vinahópnum til eyja, höfðum aldrei farið svona mörg áður. Mörg gullkorn og skemmtileg augnablik eru frá þeirri helgi sem eru oft rifjuð upp. 

Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um Verslunarmannahelgina?
Vera í góðra vinahópi og njóta.

Hvað ertu búin að gera í sumar?
Ég er búinn að vera vinna, skrifa mastersritgerð og sinna þeim verkum sem fylgir því að vera bæjarfulltrúi.

Hvað er planið eftir sumarið?
Skila mastersritgerðinni minni og þar með útskrifast með master í Þjónustustjórnun. Stórt verkefni er framundan í vinnuni en ég starfa hjá höllu og erum við að opna nýjan stað upp á Leifstöð. Síðan í haust er planið að fara erlendis og taka gott síðbúið sumarfrí.