Er ekki vanafastur um verslunarmannahelgina
- Verslunarmannahelgarspurningar Víkurfrétta
Dagbjartur Willardsson
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Ekkert ákveðið með Verlsunarmannahelgina enn. Höfum oft verið heima síðastliðin ár en fjölskyldan hefur reynt að gera eitthvað skemmtilegt.
Ertu vanaföst/fastur um verslunarmannahelgina eða breytir þú reglulega til?
Nei ekkert vanafastur og bara skoðað á hverju ári hvað verður gert.
Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin til þessa? Af hverju?
Sumarið 1999 þegar við hjónin vorum tiltölulega nýbyrjuð saman þá fórum við á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð og heim aftur morguninn eftir, það var mjög skemmtilegt og gaman að upplifa.
Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um verslunarmannahelgina?
Nauðsynlegt um verslunarmannahelgina eins og reyndar í lífinu almennt er að vera umkringdur af góðu fólki sem hjálpar manni að líða vel.
Hvað ertu búin að gera í sumar?
Við fjölskyldan fórum til Danmerkur í sumarhús í viku, það var frábær ferð en við fengum geggjað veður þar, þannig að sólarleysið hér á klakanum hefur ekki haft afgerandi áhrif á sálarlífið.
Hvað er planið eftir sumarið?
Planið eftir sumarið er bara að hafa gaman af lífinu eins og maður reynir alltaf og láta gott af sér leiða. Erum að vísu að öllum líkindum að flytja til Garðabæjar núna í ágúst.