Er barnið þitt efni í kvikmyndaleikara?
Sunnudaginn 26. júní nk. verða haldnar leikaraprufur fyrir drengi á aldrinum 6-7 ára vegna fyrirhugaðrar kvikmyndar sem tekin verður upp á Suðurnesjum í september og október.
Um er að ræða burðarhlutverk í kvikmyndinni „Andið eðlilega“, í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur og framleiðslu Zik Zak kvikmynda.
Kvikmyndin fjallar um einstæða móður á Reykjanesi sem tengist erlendri flóttakonu óvæntum böndum.
Prufurnar munu fara fram í Njarðvíkurskóla sunnudaginn 26. júní n.k. milli kl. 14 og 16.
Foreldrar eru hvattir til að mæta með áhugasama drengi á aldrinum 6-7 ára.
Frekari upplýsingar veitir Tinna Hrafnsdóttir í netfanginu [email protected]