Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Er alls staðar og út um allt
Kristín Embla Magnúsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
laugardaginn 10. september 2022 kl. 11:00

Er alls staðar og út um allt

FS-ingur vikunnar

Nafn: Kristín Embla Magnúsdóttir
Aldur: 16 ára
Námsbraut: Viðskipta- og hagfræðibraut
Áhugamál: Körfubolti og vera með vinum
Kristín Embla er FS-ingur vikunnar, hún æfir körfubolta með Keflavík og finnst gaman að hitta vini sína utan skóla og æfinga. Aðspurð hvaða orð lýsi henni best segir hún: „Ofvirk. Ég er alltaf að gera eitthvað eða á leiðinni eitthvað, er alls staðar og út um allt.“ 

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?

FS að eilífu, þarf að segja eitthvað meira?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvers saknar þú mest við grunnskóla?

Að geta gert það sem ég vil í tímum og allt bara létt og þæginlegt.

 

Hver er helsti kosturinn við FS?

Skólinn er stutt frá og æfingarnar eru hér í Keflavík svo það hentar vel.

 

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Mikið félagslíf og maður kynnist fullt af fólki frá öllum Suðurnesjunum.

 

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Erna Ósk, hún fer beint í A-landsliðið í körfu.

 

Hver er fyndnastur í skólanum?

Væntanlega ég, þó ég sé núll fyndin.

 

Hvað hræðist þú mest?

Að vekja Anítu á morgnana.

 

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina?

Það allra kaldasta er „skinny jeans“ og heitasta líklega aflitað hár.

 

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Öll lög með Rihönnu.

 

Hver er þinn helsti kostur?

Ég myndi segja að það væri að ég get talað mjög mikið.

 

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?

Snapchat, TikTok og 1010 besti leikurinn.

 

Hver er stefnan fyrir framtíðina?

Að flytja til Frakklands með systur mömmu.

 

Hver er þinn stærsti draumur?

Það er að flytja til Frakklands og vinna fyrir mömmu og pabba.

 

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?

Ofvirk. Ég er alltaf að gera eitthvað eða á leiðinni eitthvað, er alls staðar og út um allt. Þeir sem þekkja mig vita.