Enn reyna Suðurnesjamenn við „Milljónina“
Suðurnesjamenn eru duglegir að reyna við „Milljónina“ í þættinum Viltu vinna milljón á Stöð tvö. Sandgerðingar hafa verið áberandi í þættinum og einn þeirra komst í stólinn góða hjá Þosteini Joð í gærkvöldi.Ari Gylfason, 27 ára sjómaður úr Sandgerði, fékk tækifærið góða til að vinna fimm milljónir. Hann komst þó ekki lengra en í 200.000 kr. og sat þar fastur í spurningunni um það hver söng um Krókódílamanninn.
Þar þurfti Ari að velja á milli Megasar og Harðar Torfa en ákvað frekar að taka tékkann og taka enga áhættu.
Þeir sem vilja reyna við Milljónina geta hringt í síma 907 2121
Þar þurfti Ari að velja á milli Megasar og Harðar Torfa en ákvað frekar að taka tékkann og taka enga áhættu.
Þeir sem vilja reyna við Milljónina geta hringt í síma 907 2121