Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Enn fjölgar listafólki á hátíðartónleikum í Stapa
Föstudagur 3. september 2010 kl. 11:11

Enn fjölgar listafólki á hátíðartónleikum í Stapa

Hátíðartónleikar á vegum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar verða haldnir í Stapa á Ljósanótt með aðkomu helstu kóra og einsöngvara í Reykjanesbæ.


Meðal þátttakenda eru: Kvennkór Suðurnesja, Kór Keflavíkurkirkju, Karlakór Keflavíkur og sönghópurinn Orfeus. Einnig stíga á stokk einsöngvararnir Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Jóhann Smári Sævarsson, Bragi Jónsson, Dagný Þ. Jónsdóttir, Rósalind Gísladóttir og Rúnar Þór Guðmudsson, ásamt fjölda annara. Tónlist og útsetningar ásamt hljómsveitarstjórn eru í höndum Arnórs B. Vilbergssonar sem hefur fengið til liðs við sig fjölda hljóðfæraleikara af svæðinu sem leika undir. Einnig kemur fram Ragnheiður Skúladóttir píanóleikari og núverandi Listamaður Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Efnisskráin er fjölbreytt og má þar nefna kórverk, íslenskt sönglög og aríur auk lokakaflans úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart og kórs úr Hallgrímspassíu Sigurðar Sævarssonar. Auk þess verða fluttar aríur úr Nabucco eftir Verdi og Casta Diva eftir Bellini og Nessun dorma eftir Puccini.

Listrænn stjórnandi tónleikanna er Jóhann Smári Sævarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 sunnudaginn 5. september og standa í tvo klukkutíma með hléi þar sem seldar verða léttar veitingar. Hér er um að ræða metnaðarfulla og glæsilega dagskrá þar sem ekkert er til sparað. Aðgangur er ókeypis og öllum heimilt að koma og njóta á meðan húsrúm leyfir. Takið daginn frá og njótið glæsilegarar tónlistarveislu.