Enn fjölgar háskólamenntuðum á Suðurnesjum
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, MSS, hélt Háskólahátíð í Kirkjulundi 17. júní sl. og fögnuðu útskrift fjarnema frá Háskóla Akureyrar.
Á vef MSS kemur fram að tólf nemar af Suðurnesjum luku námi í þetta sinn. Sjö leikskólakennarar og fimm viðskiptafræðingar útskrifuðust frá Akureyri. Tíu þeirra höfðu tök á að mæta til fagnaðarins og halda upp á daginn með fjölskyldu og vinum.
Myndin er tekin í Keflavíkurkirkju við það tækifæri.
Af www.mss.is