Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Enn eflist starfssemi Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum
Mánudagur 10. janúar 2005 kl. 15:14

Enn eflist starfssemi Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum

Starfsfólk Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum óskar Suðurnesjabúum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir gott samstarf. Nú er sjöunda starfsári Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum lokið og er óhætt að segja að starfsemin hafi eflst vonum framar. Fjöldi einstaklinga sem hafa tekið þátt í þeirri starfssemi sem Miðstöðin hefur boðið upp á hefur aldrei verið meiri. Miklir möguleikar eru á Suðurnesjum í símenntun og er óhætt að segja að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þrátt fyrir að aðsókn að framboði Miðstöðvarinnar hafi verið gott er námskeiðahald líka að blómstra hjá öðrum aðilum. Af því getum við dregið þá ályktun að Suðurnesjabúar séu fróðleiksfúsir einstaklingar sem vilja efla sína hæfileika. Námskrá Miðstöðvar símenntunar kom út í síðustu viku og þar er að finna fjölbreytilegt framboð af námskeiðum. Vil ég hvetja alla til að kynna sér framboðið og eins að kanna hvað aðrir hafa upp á að bjóða. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hér á svæðinu. Miklir möguleikar eru á fjarnámi af ýmsum toga. Áætlað er að hefja fjarnám í hjúkrunar-, viðskipta-, leikskóla- og kennarafræðum haustið 2005 frá Háskólanum á Akureyri. Háskóli Íslands býður upp á kennslu í íslensku og ensku í gegnum fjarnám. Þeir sem hafa áhuga á að stunda fjarnám er bent á að hafa samband við Miðstöðina í síma 421-7500.

Við þökkum fyrir góðar viðtökur á liðnu ári og vonumst til að eiga farsælt samstarf við íbúa Suðurnesja áfram.

Guðjónína Sæmundsdóttir,
forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024