Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Englar og menn“ í Strandarkirkju í sumar
Strandarkirkja í Selvogi er vinsæll áfangastaður en þar verða tónleikar næstu sjö sunnudaga í sumar.
Þriðjudagur 9. júlí 2013 kl. 12:24

„Englar og menn“ í Strandarkirkju í sumar

Strandarkirkja í Selvogi mun óma af fagurri tónlist sjö sunnudaga í sumar, en þar hefst tónlistarhátíðin „Englar og menn“ sunnudaginn 14. júlí. Markmið hátíðarinnar er að bjóða upp á lifandi og vandaða tónlistarviðburði á hinum sögufræga stað og auðga um leið tónlistarlíf á Suðurlandi.

Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Hún er ekki með öllu ókunnug  Strandarkirkju en hún kemur nú að tónlistarflutningi þar áttunda sumarið í röð. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hátíðin er svo umfangsmikil. Að þessu sinni eins og svo oft áður er messu og tónleikum fléttað saman. Fjóra af sunnudögunum sjö verður guðsþjónusta í kirkjunni og þá verður tónlistin samofin athöfninni – og í hin þrjú skiptin verða tónleikar eingöngu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024