Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 9. desember 1999 kl. 22:37

ENGLAKÓR FRÁ HIMNAHÖLL

Jólatónleikar sem bera yfirskriftina „Englakór frá himnahöll“ verða haldnir laugardaginn 4. desember í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 14 og samdægurs í Grindavíkurkirkju kl. 17. Á efnisskránni eru ýmis jólalög, m.a. atriði úr kvikmyndunum Sister Act og Gospel. Flytjendur eru nemendur Söngseturs Estherar Helgu, Regnbogakórinn, Brimkórinn og einsöngvarar, alls um 70 manna hópur. Esther Helga Guðmundsdóttir stjórnar og undirleik annast Hreiðar Ingi Þorsteinsson. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024