Engar takmarkanir hjá Dóra DNA í Hljómahöll
Dóri DNA mætir í Hljómahöll fimmtudagskvöldið 30. mars kl. 20:00 með glænýja uppistandssýningu sem hefur slegið rækilega í gegn. Húsið opnar kl. 19:00 og sýningin hefst kl. 20:00.
Eftir einn kaldasta vetur í manna minnum, hryðjuverkaógn og árásir nettrölla og dróna, er hann mættur aftur. Maðurinn sem sumir hafa kallað mannlega rjómasprautu, Sylvester Stallone mjúka mannsins, tunglskinselskhuginn Dóri DNA.
Nú mun hann kanna hvort það sé rétt sem þeir segja – að nú hreinlega megi ekkert lengur.
Komið og gleðjist með, eða takið þátt í krossabrennunni.