Endurreisn Tónlistarfélags Reykjanesbæjar í kvöld
Tónlistarfélag Reykjanesbæjar heldur aðalfund í Duushúsum þriðjudaginn 18. nóv. kl. 20.00.
Starfsemi félagsins hefur legið niðri í nokkur ár en nú hefur hópur áhugafólks tekið sig til og vill endurvekja félagið.
Undirbúningshópurinn hefur hist nokkrum sinnum ásamt menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, farið yfir lög og markmið félagsins og gert drög að breytingum. Hópurinn vonast til að öflugt tónlistarfélag geti orðið tónlistarlífi bæjarins lyftistöng og skorar á allt áhugafólk að mæta á aðalfundinn.
Starfsemi félagsins hefur legið niðri í nokkur ár en nú hefur hópur áhugafólks tekið sig til og vill endurvekja félagið.
Undirbúningshópurinn hefur hist nokkrum sinnum ásamt menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, farið yfir lög og markmið félagsins og gert drög að breytingum. Hópurinn vonast til að öflugt tónlistarfélag geti orðið tónlistarlífi bæjarins lyftistöng og skorar á allt áhugafólk að mæta á aðalfundinn.