Endurgerð flagghússins gengur vel
Hleðslumeistarinn Víglundur Kristjánsson og vinnuflokkur hans frá Hellu voru að störfum við að hlaða sökkul Flagghússins í Grindavík í gær. Víglundur hefur m.a. annast hleðsluframkvæmdir í kirkjugarði Grindvíkinga að Stað og einnig hefur hann hlaðið í sjómannagarðinum og víðar.
Framkvæmdum miðar vel við endurgerð hússins þar sem búið er að loka húsinu, vinna við gólf og burðarbita hafin og beðið er eftir veðri til að koma járnklæðningu á þak.
Af vef Grindavíkurbæjar. Á myndinni eru Víglundur Kristjánsson og Hlynur Erlingsson
Framkvæmdum miðar vel við endurgerð hússins þar sem búið er að loka húsinu, vinna við gólf og burðarbita hafin og beðið er eftir veðri til að koma járnklæðningu á þak.
Af vef Grindavíkurbæjar. Á myndinni eru Víglundur Kristjánsson og Hlynur Erlingsson