Emmsjé Gauti á Trúnó í Hljómahöll
Emmsjé Gauti verður á Trúnó í Hljómahöll 5. október. Almenn miðasala hefst 8. september kl. 12:00.
Hljómahöll hefur endurvakið tónleikaröðina Trúnó en tónleikaröðin hafði haldið sig til hlés frá því að heimsfaraldurinn skall á. Á trúnó-tónleikum í Hljómahöll fá gestir að upplifa mikla nánd við listamennina. Tónleikarnir fara fram í Bergi sem rúmar um 100 gesti og er þó engu til sparað þegar kemur að hljóðgæðum eða lýsingu á tónleikunum. Mætti jafnvel lýsa þeim sem stórtónleikum í litlum sal.
Hljómsveitin Valdimar spilaði nýverið tvenna tónleika í tónleikaröðinni en skemmst er frá því að segja að tónleikarnir heppnuðust mjög vel en uppselt var á báða tónleikana.
Sá listamaður sem kemur næst fram í tónleikaröðinni er enginn annar en Emmsjé Gauti!
Gauti Þeyr Másson, betur þekktur undir sviðsnafninu Emmsjé Gauti, er íslenskur tónlistarmaður og rappari. Hann gaf út sitt fyrsta lag árið 2002 fyrir rímnaflæði.
Hann hefur verið meðlimur í rapphópunum 32c og Skábræður auk þess að hafa unnið með mörgum þekktum íslenskum tónlistarmönnum, meðal annars Erpi Eyvindarsyni, Herra Hnetusmjör, Bent og 7berg.
Emmsjé Gauti hefur gefið út sjö breiðskífur:
Bara ég (2011)
Þeyr (2013)
Vagg & Velta (2016)
Sautjándi nóvember (2016)
FIMM (2018)
Bleikt Ský (2020)
MOLD (2021)
Ljóst er að það verður af nægu að taka hjá Emmsjé Gauta þegar hann kemur fram á trúnó í fyrsta sinn í Hljómahöll.
Tónleikarnir fara fram fimmtudaginn 5. október. Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikar hefjast kl. 20:00.
Almenn miðasala hefst föstudaginn 8. september kl. 12:00 á hljomaholl.is og tix.is.