Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Emelía Rakel komin aftur til landsins
Föstudagur 31. mars 2006 kl. 17:23

Emelía Rakel komin aftur til landsins

Emelía Rakel Birkisdóttir, 7 mánaða stúlka frá Grindavík, er kominn aftur til landsins ásamt foreldrum sínum, en hún hefur dvalið á sjúkrahúsi í Boston frá því í byrjun desember þar sem hún gekkst undir hjartaaðgerð.

Litlu hetjunni heilsast vel eftir heimkomuna að sögn Hjördísar Gísladóttur, móður hennar, en hún dvelst nú á HSS. „Íslenska loftið hefur haft góð áhrif á hana,“ sagði Hjördís, en fyrirsjáanlegt er að Emelía muni þurfa að fara í áframhaldandi aðgerðir eftir því sem hún eldist.

„Við fengum rosalega góðan stuðning á meðan við vorum úti og við fundum vel fyrir því að fólk hugsaði til okkar. Við viljum koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa stutt okkur í baráttunni.“


Til að létta undir með fjölskyldunni ungu hefur reikningur verið stofnaður í Landsbankanum í Grindavík, og er númerið á honum: 0143-05-63285, kt: 120961-3149. Þar geta þeir sem eru aflögufærir og vilja styrkja þau lagt sitt af mörkum.

Þess má að gamni geta að haldin var lagakeppni á Traffic fyrir skemmstu þar sem aðgangseyrir rann óskiptur til þriggja veikra barna af Suðurnesjum, þeirra Emelíu, Hugins Heiðars og Bryndísar Evu, en þeirra baráttu hefur verið gerð skil í Víkurfréttum.

Sigurvegari þeirrar keppni var hljómsveitin Tommygun, Ritz var í öðru sæti og GoGo & the hoes var í þriðja sæti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024