Eltir sólina til Póllands
-Aleksandra Klara Wasilewska
Hvað ætlarðu að gera um Verslunarmannahelgina?
„Ég að fara til Póllands í tvær vikur og verð þar akkúrat yfir Verslunarmannahelgina. Ég fer með fjölskyldunni og kærastanum mínum, að hitta ættingjana, komast í smá sól og njóta.“
Ertu vanföst um Verslunarmannahelgina eða breytirðu reglulega til?
„Ég er alls ekki vanföst um Verslunarmannahelgina. Ég ákveð aldrei fyrir fram hvað ég ætla að gera eða hvert ég ætla að fara. Það hefur eiginlega alltaf verið skyndiákvörðun að fara eitthvað ef ég er ekki að vinna þessa helgi. En oftast eru það bara einhverjar útilegur úti á landi með vinum eða kósý í sumarbústað. Ég hef reyndar ekki ennþá farið til Eyja á þjóðhátíð, en ég á það bara eftir.“
Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin til þessa og af hverju?
„Það er engin ein sem stendur eitthvað upp úr, ekki ennþá allavega.“
Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um Verslunarmannahelgina?
„Útilegustemning, tónlist, að njóta og skemmta sér með vinum og sínum nánustu.“
Hvað ertu búin að gera í sumar?
„Ég er að vinna í farþegaþjónustunni hjá Airport Associates. Á frídögunum hef ég verið dugleg að fara í road trip og skoða landið okkar. Ég fór í smá frí til Möltu með fjölskyldunni en það er ótrúlega fallegt þar. Helgarferðir upp í bústað og svo á ég tvær útlandaferðir eftir núna í ágúst.“
Hvað er planið eftir sumarið?
„Ég ætla halda áfram að vinna, safna pening og undirbúa mig svo fyrir nám í arkítektúr sem ég ætla að sækja um á næsta ári.“