Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Eltir góða veðrið með vininum Pétri
Laugardagur 5. ágúst 2017 kl. 06:00

Eltir góða veðrið með vininum Pétri

-Ævar Már Ágústsson

Hvað ætlarðu að gera um Verslunarmannahelgina?
„Ég ætla að skella mér í kósý útilegu með Pétri vini mínum. Við vitum ekki hvert en ætli við eltum ekki bara góða veðrið.“

Ertu vanafastur um Verslunarmannahelgina eða breytirðu reglulega til?
„Ég get nú ekki sagt að ég sé vanafastur. Ég held ég hafi aldrei farið tvisvar á sama stað um Verslunarmannahelgina eftir að ég fór að fara sjálfur.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin til þessa? Af hverju?
„Í fyrra nýtti ég sumarið í að heimsækja mikið af eyjum í kringum Ísland. Yfir Verslunarmannahelgina var ég á Vestfjörðum og skoðaði Vigur sem er algjör paradís. Annars var þjóðhátíð 2009 líka meiriháttar.“

Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um Verslunarmannahelgina?
„Mér finnst ekkert nauðsynlegt um Verslunarmannahelgina. Bara að njóta og ekki skemmir að hafa rétta fólkið í kringum sig.“

Hvað ertu búinn að gera í sumar?
„Í sumar hef ég unnið frekar mikið. Ég sótti reyndar tvö brúðkaup núna í júlí. Það verður ljúft að leggja land undir fót næstu helgi.“

Hvað er planið eftir sumarið?
„Eftir þetta svokallaða sumar okkar er ég að íhuga að fara í fyrstu sólarstrandarferðina. Svo stefni ég á aðrar tvær góðar ferðir erlendis.“