Elta góða veðrið á mótorfákum
Óþarfi er að láta óhagstæða veðurspá slá sig út af laginu. Þetta sannast á þremur vélhjólaköppum sem ljósmyndari VF hitti fyrir í gær, en þeir Siggi, Filip og Bubbi voru að leggja af stað í hringferð um landið, „Til að elta góða veðrið,“ eins og þeir sögðu sjálfir.
Á meðan spáir leiðindum á SV-horninu fram yfir helgi þeystu þeir af stað á þjóðvegi landsins eins og þeir hafa jafnan gert hvert ár. Hugðust þeir gista fyrstu nóttina á Dalvík, en þeir áætla að koma aftur heim á sunnudag.
Þetta kallast að bjarga sér!