ELSTI ÍBÚI Á SUÐURNESJUM
Ágústa Sigurjónsdóttir er elsti íbúi á Suðurnesjum en hún varð 100 ára 16. september sl. Ágústa dvelur á Garðvangi í Garði og samfögnuðu nánustu ættingjar og vinir henni þennan merka dag.Ágústa er fædd 16. sept. 1899 í Holti í Innri-Njarðvík en ólst upp í Akri hjá móðurforeldrum sínum. Hún flutti til Keflavíkur 1924 og gifti sig sama ár Jóni Sigurðssyni en hann lést 1966. Þau hjón eignuðust tvær dætur, þær Sigríði sem er gift Jóhanni Hjartarsyni og Ásdísi en hún er eiginkona Hilmars Péturssonar. Ágústa bjóð í sextíu ár á Hafnargötu 51 eða þar til hún varð 92 ára. Ágústa er við góða heilsu og fylgist vel með. Hún les t.d. blöðin á hverjum degi en heyrnin er aðeins farin að gefa sig. VF-ljósmynd: Páll Ketilsson