Elskar íslenskt súkkulaði
Mun annars halda í portúgalskar hefðir um páskana.
Angela Marina Barbedo Amaro, eigandi Ráðhússkaffis í Reykjanesbæ, segist ætla að vera heima um páskana með fjölskyldunni. „Við höldum ekki upp á páskana með þeirri hefð sem er hér. Ég og maðurinn minn erum sinnar hvorrar trúarinnar. Foreldrar mínir koma til okkar og við reynum að borða alltaf saman portúgalskan pottrétt og hafa portúgalskar áherslur. Rétturinn á að vera með geitakjöti en við notum bara lambakjöt í staðinn.“
Angela segist elska súkkulaði, sérstaklega frá Íslandi. Og hún er handviss um að sumarið, sem hefst á fimmtudag, verði hlýtt og gott í ár.