Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Elska ferðalög
Laugardagur 5. ágúst 2017 kl. 06:01

Elska ferðalög

Guðný Kristjánsdóttir svarar verslunarmannahelgarspurningum VF

Guðný Kristjánsdóttir
 
Hvert á að fara um verslunarmannahelgina í ár?
Ætla að vera heima þetta árið um verslunarmannahelgina . Búin að vera á flandri í allt sumar. Kíki kannski á rúntinn með fjölskylduna.
 
Lætur þú veðurspá ráða því hvert á að fara um verslunarmannahelgina?
Hef ekki látið veður stoppa mig á ferðalögum. Bara græja sig rétt.
 
Hvert hefur þú farið um verslunarmannahelgi síðustu ár?
Fór tuttugu ár í röð í sumarbústað á Þingvöllum en annars flakkað víða um landið. Elska ferðalög.
 
Hvert hefur þú farið í ferðalög í sumar?
Í sumar hef ég lítið ferðast innanlands en er nýkomin úr veiði með veiðifélögum mínum í Postulunum 12 í Gufusalsá. Svo höfum við fjölskyldan í mörg ár tekið Fiskidaginn mikla og ætlum núna líka.
 
Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu í sumarbústað eða í ferðavagna?
Við erum búun að taka allan pakkann á ferðamátann. Tjald, tjaldvagn, fellihýsi og nú síðast hjólhýsi. Alltaf gaman að leigja bústað líka.
 
Hefur þú verið heppin með veður á ferðalögum þínum í sumar?
Maður klæðir sig eftir veðri.
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024