Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Elsa Dóra sigurvegari í söngkeppni Fjörheima
Mánudagur 18. desember 2006 kl. 14:05

Elsa Dóra sigurvegari í söngkeppni Fjörheima

Söngkeppni Fjörheima fór fram fyrir skemmstu þar sem Elsa Dóra Hreinsdóttir bar sigur úr býtum. Alls tóku átta keppendur þátt í keppninni en dómnefndin átti í stökustu vandræðum með að velja sigurvegara því keppnin var virkilega jöfn.

Dómararnir Jón Marino og Valdimar Guðmundsson völdu á endanum Elsu Dóru sem sigurvegara en í öðru sæti hafnaði Þórdís Borgarsdóttir, sigurvegarinn frá því í fyrra.

Bjarni Reyr Guðmundsson hafnaði í þriðja sæti. Elsa mun svo taka þátt fyrir hönd Fjörheima í undankeppni fyrir söngkeppni Samfés. Undankeppnin fer fram á Vík í Mýrdal í febrúar á næst ári.

Mynd: www.fjorheimar.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024