Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Elmar Þór á kvöldstund með Kór Keflavíkurkirkju
Mánudagur 20. apríl 2015 kl. 10:10

Elmar Þór á kvöldstund með Kór Keflavíkurkirkju

– í Kirkjulundi þriðjudaginn 21. apríl kl. 20:00

Kvöldstund með Kór Keflavíkurkirkju hefur fengið góðar viðtökur bæjarbúa í vetur en hún er haldin þriðja þriðjudag í hverjum mánuði þar sem kórfélagar koma fram og skemmta sér og öðrum.

Næsta kvöldstund verður haldin í Kirkjulundi þriðjudaginn 21. apríl kl. 20:00.

Að þessu sinni mun tenórinn Elmar Þór Hauksson stíga á stokk ásamt Arnóri B. Vilbergssyni organista og öðrum góðum gestum.

Að venju verður kaffihúsastemmning í Kirkjulundi,  heitt á könnunni og með því. Allir velkomnir en kórinn safnar frjálsum framlögum í ferðasjóð.

Styrktaraðili tónleikanna er Íslandsbanki.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024