Ellen með tónleika í Grindavík í kvöld
Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Pétur Hallgrímsson gítarleikari verða með tónleika á kaffihúsinu Bryggjunni í Grindavík í kvöld, fimmtudagskvöld kl 20:30. Þar verða þau á hugljúfum nótum. Þess má geta að tónleikarnir eru hér haldnir að frumkvæði Ellenar sem hefur einu sinni áður komið fram á Bryggjunni og var ákaflega ánægð með hvernig til tókst. Miðaverð er 1.000 kr.